Beschreibung
Voldugur óvinur ræðst með her sinn inn í land álfanna. Hann ætlar að hneppa alla álfa sem þar búa í ánauð. Álfarnir þurfa að sýna hugrekki og dug eigi þeir að komast lífs af. Álfarnir flýja undan óvinahernum og neyðast til að fela sig í skóginum. Freyjubrá eignast vin en það er ungálfurinn Humall. Saman gera þau uppgötvun sem gerir álfunum kleift að verjast óvininum. En munu þeir reynast nógu sterkir?Þetta er fyrsta bókin af fjórum í flokknum "Örlög álfafólksins". Lesið allar bækurnar í flokknum:Járngráir stríðsmennSteinhjartaðGleymdu grafirnarÁlagaflautan-
Autorenportrait
Peter Gotthardt er fæddur í nágrenni Kaupmannahafnar í Danmörku árið 1946. Hann var mikill lestrarhestur í æsku og drakk í sig sögur og ævintýri sem hann fann á bókasafninu. Peter hefur samið meira en sextíu bækur fyrir börn og margar þeirra fjalla um álfa.